customizable counter
       Meðmælalisti Yndisgróðurs yfir garð- og landslagsplöntur
Leit samkv:
Blómlitur
Latn. nafn Yrki
Tómur reitur = sýnir allt og % er algildi Blómgun
Ísl. nafn Tré/runni
Nafn / útlit
Ísl. nafnYrkiLatn. nafnTré/runniBlómgunBlómliturStutt lýsing
Velja .Alaskavíðir'Gústa' Tröllavíðir, Brúnn alaskavíðirSalix alaxensisHávaxinn runniMaíGrænnMjög harðgerður grófvaxinn runni eða lítið tré. Skammlífur oft ekki nema 30-40 ára þegar hann feysknar og veltur um koll.
Velja .Alaskaösp´Brekkann´Populus thrichocarpaHávaxið tréJúníGrænnStórvaxin, krónumikil ösp, laufgast fremur seint. Karlkyns klónn og setur því ekki fræull frá sér.
Velja .Alaskaösp'Pinni'Populus trichocarpaHávaxið tréMaíGrænnFínleg greinarbygging og meðalbreið í vaxtarlagi, umfangsmikil með árunum. Karlkyns og setur ekki fræ.
Velja .Alaskaösp'Keisari'Populus trichocarpaHávaxið tréMaíRauðurBreiðvaxið og frekar hægvaxta, meðalhátt tré. Fær fáa en svera sprota. Mjög vindþolin. Karlkyns og setur ekki fræ.
Velja .Alaskaösp'Súla'Populus trichocarpaHávaxið tréMaíGrænnGrannvaxin hraðvaxta vind- og saltþolinn ösp sem er fremur ónæm fyrir asparryði. Laufgast fremur snemma og haustarsig fremur snemma
Velja .AlpareynirKjarr*Sorbus mougeotiiMeðalhátt tréJúní-júlíHvíturFallegt og harðgert smávaxið tré sem hentar vel fyrir einkagarða. Vind- og Saltþolið og hentar því vel við sjávarsíðuna. Fær fallega rauð ber á haustin.
Velja .Alparifs/Fjallarifs'Dima'Ribes alpinumMeðalhár runniMaí - júníGrænnHarðgerður meðalfíngerður, uppréttur runni, sem hentar einstaklega vel í klippt limgerði. Þolir mikla klippingu. Kvenkyns klónn sem fær rauð ber við frjóvgun.
Velja .BergreynirGrasagarðurSorbus x ambiguaLágvaxið tréjúníBleikurStór runni eða margstofna smávaxið tré að 3 m.h. Ávöl breið króna. Líkist úlfareyni en er smávaxnari. Blómstrar fyrrihluta júní bleikum áberandi blómum í hálfsveip og fær stór skærrauð ber. Er blendingur milli Sorbus aria x Sorbus chamaemespilus (Aria deild).
Velja .BersarunniFræuppruni frá ReykjumViburnum eduleMeðalhár runniJúní - júlíHvíturBlaðfallegur og harðger runni sem ber hvít blóm og síðar fagurrauð æt ber. Einstaklega fallegir haustlitir. Hentar vel í jaðra á trjábeðum og í runnaþyrpingar.
Velja .Bersarunni'Funi'Viburnum eduleMeðalhár runniJúní - júlíHvíturHraustlegur og grófur runni. Falleg rauðgljáandi ber og mjög skrautlegir haust- og vorlitir.
Velja .Birki (Ilmbjörk)'Embla'Betula pubescensMeðalhátt tréMaíGrænnBeinvaxnara og með hvítari stofn en flest annað íslenskt birki.
Velja .Birkikvistur´Island´Spiraea betulifoliaLágvaxinn runniJúníHvíturMjög harðgerður, þolinn og auðræktaður. Blómviljugur og mikil haustlitadýrð.
Velja .Birkikvistur'Gauti'Spiraea betulifoliaLágvaxinn runniJúní - júlíHvíturÞéttgreinóttur, ávalur runni sem blómstrar ríkulega hvítum blómum.Fær afar fallega gula og rauða haustliti.
Velja .Birkikvistur'Tor'Spiraea betulifoliaLágvaxinn runniJúlí - ágústHvíturSænsk E-planta. Blómstrar ríkulega. Fallegur og harðgerður runni. Líkist gamla íslenska bikrikvistinum mjög mikið.
Velja .Bjarmarós' Alba Maxima'Rosa x albaHávaxinn runniJúlí- ágústHvíturEkta gamaldags hvít runnarós 2-2,5 m. hár og breiður. Blöð einkennandi blágræn og hraustleg, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru fyllt kremhvít til hvít og ilma vel. Getur verið mjög blómsæl. Blómstrar frá lokum júlí - ágúst á Íslandi. Nýpur rauðleitar en ná sjaldnast að fullþroskast hér. Má nota sem veggrós. og getur þá orðið hærri.
Velja .Bjarmarós'Gudhem'Rosa x albaMeðalhár runniJúlí- ágústHvíturGróskumikill runni 2-2,5 m. hár og breiður. Blöð einkennandi blágræn og hraustleg, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru einföld hreinhvít og lýsa í kvöldrökkrinu í ágúst. Blómstrar frá miðjum júlí - ágúst á Íslandi. Nýpur rauðleitar en ná sjaldnast að fullþroskast hér. Líklega harðgerðust bjarmarósa, blómstraði ágætlega rigningarsumarið 2013. Þolir hálfskugga.
Velja .Bjarmarós'Celestial'Rosa x albaMeðalhár runniJúlí - ágústHvítur - bleikurKlassísk rós 1,5-2 m. hár og breiður, erlendis en óvíst hérlendis. Blöð einkennandi blágræn og hraustleg, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru stór hálffyllt til fyllt fölbleik, einstaklega falleg þegar opnast, ilma vel. Blómstrar frá lokum júlí - ágúst á Íslandi. Fáar nýpur rauðleitar en þroskast sjaldan hér. Reynsla/harðgerði:
Velja .Bjarmarós / Hurdalsrós'Hurdal'Rosa sp. 'Hurdal'Hávaxinn runniÁgústBleikurStórvaxin gamaldags runnarós 2,5-3 m. hár og hentar best sem klifurrós hérlendis. Blöð blágræn og líkjast bjarmarós, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru tvöföld til hálffyllt bleik en ilma lítið. Getur verið mjög blómsæl, þó breytilegt eftir árum. Blómstrar frá miðjum júlí - ágúst á Íslandi. Fáar nýpur vínrauðar en ná sjaldnast að fullþroskast hér. Má nota sem veggrós. og getur þá orðið hærri.
Velja .Bjarmasýrena'Valkyrja'Syringa wolfiiMeðalhár runnijúlíBleikurMjög harðgerð sýrena, hægvaxta og verður sjaldan hærri en 1,6-2 m.
Velja .Blágresi'Brookside'GeraniumFjölær - meðalhárjúlí-ágústBlárEinstaklega fallegt og blómsælt blágresi með langan blómgunartíma.
Velja .Blárifs'Perla'Ribes bracteosumMeðalhár runniJúníHvíturBlárifs ‘Perla’ þrífst um land allt á byggðu bóli, er harðgert, kelur ekkert og hefur stuttan vaxtartíma. Perla er skuggþolin og þrífst vel innan um stórvaxna runna og tré, milli stórra trjáa sem uppfylling og þétting, í fjölbreytt runnabeð og berjagarðinn. Berin eru góð í sultu og bragðið passar vel við alls konar villibráðarsteikur.
Velja .Blátoppur'Þokki'Lonicera caeruleaMeðalhár runniMaíHvíturMjög harðgerður, þétt hálfkúlulaga vaxtarform, blaðfallegur og frekar hægvaxta.
Velja .Blátoppur ( Bergtoppur)'Bergur'Lonicera caeruleaMeðalhár runniMaí - júníHvíturHarðgerður og duglegur runni. Vind- og saltþolinn. Stórvaxnari en aðrir blátoppar.
Velja .Blóðrifs'Færeyjar'Ribes sanguineumMeðalhár runniJúníBleikurLjósrauðir blómklasar, þolir klippingu sérlega vel, sterk kryddkennd lykt af blöðum og árssprotum. Góð í stórvaxin limgerðis og skjólbelti. Haustar sig seint og er ekki öruggt nema á svæði A. Getur kalið í einstaka árum.
Velja .Blöndustikill (Magdalenurifs )úr Grasagarði í Laugard.Ribes x magdalenaeLágvaxinn runniJúníHvíturBlaðþétt, breiðvaxin og þyrnótt planta sem hentar vel á skuggsælum stöðum. Laufgast snemma og haustar sig seint en verður samt ekki fyrir áföllum á svæði A.
Velja .Bogsýrena'Röðull' ( ex. 'Roði')Syringa reflexaHávaxinn runnijúní-júlíRauðurLaufblöð áberandi brúnrauð og blóm dökkrauð. Fer vel staðsett framanvið grænann bakgrunn.
Velja .Brárunni'Siska'Chiliotricum diffusumLágvaxinn runniJúlí - ágústHvíturMeð harðgerari runnum í Færeyjum þar sem hann sáir sér töluvert. Þolir mjög vel klippingu en það getur seinkað blómgun lítillega.
Velja .Brekkuvíðir'Brekka' kvenkyns klónnSalix x phylicifoliaMeðalhár runniMaí - júníGrænnÞéttgreinóttur, hraustlegur og einstaklega salt- og vindþolinn runni með fallegt dökkgrænt og gljáandi lauf. Gefur oft mjög falleg, jöfn limgerði.
Velja .Brúðurós 'Metis'Rosa x nitidaMeðalhár runniJúlí-ágústBleikurEinstaklega blað og greinafalleg planta, greinar rauðbrúnar og blöð gljáandi. Líkist Yndsirós.
Velja .Brúðurós'Dart's Defender'Rosa x rugotidaLágvaxinn runniJúlí - ágústBleikurlágvaxinn skríðandi rós með gljáandi blöð og rauðbleik blóm sem minna á ígulrós 'Hansa'. Þéttur og breiðvaxin1 til1,5 m. hár og 1,5 m. breiður runni, mikil rótarskot. Fallegt dökkt gljáandi lauf, haustlitir gulir til rauðgulir. Blóm rauðbleik til rauðfjólublá hálffyllt 6-9 cm, rauðar gljáandi nýpur. Blómstrar á Íslandi frá miðjum júlí - ágúst.
Velja .Dílatvtönn'Beacon Silver'Lamium maculatumFjölær - jarðlægurmaí-ágústBleikurDílatvítönn 'Beacon silver' er frábær sem þekjandi undirgróður með runnum og hávaxnari fjölæringum
Velja .DúntoppurHljómskálagarðurLonicera xylosteumMeðalhár runniJúní - júlíHvíturGulhvít, smá blóm, rauð til dökkrauð ber sem eru eitruð. Mjög skuggþolinn.
Velja .Dögglingskvisturgamalt ónafngreint yrkiSpiraea douglasiiMeðalhár runniÁgúst - septemberBleikurMeðalhár uppréttur runni sem skríður töluvert. Blómstrar bleikum uppréttum klösum í ágúst-september. Þolir að vera klipptur niður árlega. Harðgerður en nær ekki að blómstra árlega á kaldari svæðum.
Velja .Eplarós'Magnifica'Rosa rubignosa (syn. R. eglanteria)Meðalhár runniágústRauðurBlómviljug eplarós. Blöð eplarósar gefa epla ilma sérstaklega eftir rigningu. Fremur viðkvæm og kelur nokkuð.
Velja .Fagursýrena'Elinor'Syringa x prestoniaeHávaxinn runniJúlíFjólublárStórvaxinn, blómviljugur runni með uppréttar greinarog þéttvaxna upprétta blómklasa.
Velja .FjallarósSalling*Rosa pendulinaMeðalhár runniJúlíBleikurHarðgerður og nægjusamur runni, auðveldur í ræktun. Blómstrar ríkulega. Á fremur heima í stórum görðum og skjólbeltum en einkagörðum.
Velja .Fjallarósgamalt yrki, LaugardalurRosa pendulinaMeðalhár runniJúlíBleikurMörg harðgerð yrki sem hafa verið lengi í ræktun. Vanalega ekki mjög blómvilgjug en einstaklega harðgerð. Henta vel í jaðra undir tjám og í skjólbeltum. Skríður lítillega.
Velja .Fjallarósablendingur'Hilda' JPRosa rugosa x pendulinaMeðalhár runniJúlí - ágústBleikurÍslenskur rósablendingur (ígulrós ´Hadda´ x fjallarós) sem Jóhann Pálsson ræktaði fram. Blómsæl og grókumikil. Enn sem komið er er frekar lítil reynsla af þessu yrki. Blómsraði vel rigningarsumarið 2013. Hefur staðið sig vel í Yndisgarðinum á Blönduósi.
Velja .Fjallarósarblendingur'Kempeleen Kaunotar'Rosa x malyiMeðalhár runnijúní - júlíRauðbleikurGróskumikill blómsæll runni sem hentar vel í stóra garða, útivistarsvæði og jafnvel í skjólbelti. Blómstrar betur en flestar fjallarósir í Yndisgarðinum á Reykjum. Er blendingur milli R. majalis og R. pendulina.
Velja .FjallatoppurFossvogurLonicera alpigenaMeðalhár runniMaí - júníFölgulur Skuggþolinn, þéttur stórvaxinn runni með skrautleg, rauð ber. Harðgerður. Getur farið illa í vorhretum og köldum norðanáttum.
Velja .Gallarós, Apótekararós‘Officinalis’Rosa gallicaLágvaxinn runniágústRauðurLágvaxin runni 1,2 m. hár og breiður. Fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru stór hálffyllt karmínrauð og opin. Blómstrar í ágúst á Íslandi. Nýpur eru appelsínugular en þroskast sjaldan hér.
Velja .Garðagullregn'Vossii'Laburnum x watereriLágvaxið tréJúní - júlíGulurBlómstrar ríkulega gulum blómum á allt að 50 cm blómklösum. Þroskar sjaldan eða aldrei fræ.
Velja .Garðakvistill'Kjarri'Physocarpus opulifoliusMeðalhár runniJúlíHvíturKröftugur og fljótvaxinn runni sem blómstrar hvítum blómum í júlí.
Velja .Geislasópurgamalt yrki ( Kristinn)Cytisus purgansLágvaxinn runniJúní (ágúst)GulurLauffellandi runni, greinar eru grænar allt árið um kring og má því nota sem sígrænann runna. Þolir illa samkeppni um birtu og rými.
Velja .GljámispillApomixis fræyrkiCotoneaster lucidusMeðalhár runniJúní-júlíBleikurNokkuð harðgerður ef gróðursettur á sólríkan stað og í skjóli gegn kaldrinorðanátt. Einstaklega sterkir rauðir haustlitir og gljáandi, falleg blöð.
Velja .Gljásýrena'Villa Nova'Syringa x josikaeaHávaxinn runniJúlíBleikur/lillableikurEinstaklega blómviljug og harðgerð sýrena með lillableikum blómum í stórum klösum. Greinar nokkuð útsveigðar og blómklasar hanga lítillega.
Velja .Glótoppur'Kera'Lonicera involucrataMeðalhár runniJúníGulur m. rauðum blómhlífablöðum Hraðvaxta og kröftugur meðalhár til hár runni. Glótoppur ´Kera´ er norskt úrvalsyrki (E-plant). Hentar mjög vel undir trjám í skjólbelti og grænum svæðum.
Velja .Glótoppur'Marit'Lonicera involucrataLágvaxinn runniJúníGulurHálfkúlulaga, þéttur runni með stífar greinar. Laufgast og haustar sig snemma. Er mun lágvaxnari og þéttari en yrkið 'Kera' og hentar því betur í einkagarða.
Velja .Glótoppur'Satu'Lonicera involucrataMeðalhár runnijúníGulur með rauðum blómhlífarblöðumHraðvaxta kröftugr, meðalhár til hár runni. Glótoppur 'Satú' er finnskt úrvalsyrki sem hentar mjög vel undir trjám í skjólbelti og á grænum svæðum.
Velja .GlæsitoppurFossvogur*Lonicera ledebouriMeðalhár runniJúní - ágústGulurBlómstrar fyrst á fyrraársgreinum í júní, svo á árssprotum í júlí og ágúst. Frekar fljótvaxinn.
Velja .GlæsitoppurLaugaströnd*Lonicera ledebouriMeðalhár runniJúní - ágústGulurBlómstrar fyrst á fyrraársgreinum í júní, svo á árssprotum í júlí og ágúst. Frekar fljótvaxinn. Smávaxnari en önnur yrki og fær haustliti, haustar sig fyrst allra. Uppréttari og þéttari en t.d. Glótoppur 'Kera' og hentar betur t.d. Í einkagarða.
Velja .Gráreynir'Bergur'Sorbus hybridaMeðalhátt tréJúníHvíturMeðalhátt krónumikið tré sem blómstrar hvítum blómum og fær rauð ber í ágúst - september. Líkist silfurreynir en er harðgerðari. Getur hugsanlega hentað sem götutré þar sem lág króna er ekki til vandræða.
Velja .Gultoppur'Kristmann'Lonicera deflexicalyxHávaxinn runniJúlíGulurStórvaxinn, salt og vindþolinn runni með fallegum blöðum og blómstrar ríkulega gulum blómum í júlí. Haustar sig fremur seint og fær því sjaldan haustliti hérlendis.
Velja .Gulvíðir / Strandavíðir / Tröllatunguvíðir'Strandir'Salix phylicifolia 'Strandir'Meðalhár runniMaíRauðurÞéttgreinóttur, uppréttur og blaðfallegur runni. Mjög harðgerður, hentar vel við erfið vaxtarskilyrði. Þolir vel snjóþyngsli.
Velja .Heggur'Laila'Prunus padus ssp. borealisLágvaxið tréJúníHvíturHarðgerður, hávaxinn og blómviljugur runni til lítið tré. Blómklasar uppréttir. Þó heggur sé skuggþolinn blómstrar hann ekki nema hann fái sól.
Velja .Hélurifs'PÓN'Ribes laxiflorumJarðlægur runniMaíBleikurÞróttmikil þekjuplanta. Jarðlægur runni sem getur skriðið upp eftir stærri trjám og runnum. Vaxtarmeiri en önnur Íslensk yrki og haustar sig síðast allra. Myndar ber en þau eru súrari en á ´Lukku´.
Velja .Hélurifs'Lukka'Ribes laxiflorumJarðlægur runniApríl-maíBleikurÞekjandi runni, hentar vel sem botngróður undir trjám og runnum. Getur klifrað. Yrkið gefur ágæta uppskeru af ætum berjum í byrjun ágúst.
Velja .Hélurifs'Rökkva'Ribes laxiflorumJarðlægur runniMaíBleikurMjög blaðfallegt, slétt og litsterk blöð, skærir haustlitir. Þekur fljótt og vel, betur en 'Lukka' en fær ekki ber eins og hún.
Velja .Himalajaeinir'Meyeri'Juniperus squamataMeðalhár runniJúní-Sígrænn, hálfuppréttur runni með sveigða greinaenda. Barr áberandi blágrænt.
Velja .Himalajaeinir'Blue Star'Juniperus squamataLágvaxinn runniJúní-Þéttvaxinn og mjög hægvaxta sígrænn runni með blágrænt barr.
Velja .Himalajaeinir / Skriðbláeinir'Blue carpet'Juniperus squamataJarðlægur runni--Þéttur, jarðlægur runni sem þekur vel.
Velja .HlíðaramallAlvdalAmelanchier alnifoliaMeðalhár runniJúníHvíturUppréttur blaðfallegur 2 – 3 m.h. runni sem blómstrar hvítum blómum, fær blásvört æt ber og fallega gula til rauðgula haustliti.
Velja .Ilmgresi'Spessart'Geranium macrorrhizumFjölær - meðalhárJúlí-ágústHvíturFrábær jaðarplanta bæði í skugga og sól. Þolir að standa þurrt á skuggsælum stað og því úrvals þekjuplanta t.d. undir stærri runna. Auðvelt að koma til með skiptingu og fljót að dreifa úr sér og þekja beð.
Velja .Ilmgresi'Stemma'Geranium macrorrhizumFjölær - lágvaxinjúní-júlíRauðbleikurHálfsígrænn fjölæringur með rauðbleikum blómum, einn besta planta sem völ er til að þekja beð sérstaklega undir trjám og runnum. Þolir sól og skugga, þurrk og rakann jarðveg.
Velja .Ilmgresi'Ingversens Variety'Geranium macrorrhizumFjölær - lágvaxinjúní-júlíFölbleikurHálfsígrænn fjölæringur með fölbleikum blómum, einn besta planta sem völ er til að þekja beð sérstaklega undir trjám og runnum. Þolir sól og skugga, þurrk og rakann jarðveg.
Velja .Ígulrós'Moje Hamarberg'Rosa rugosaLágvaxinn runniJúlí - ágústRauðbleikurIlmandi þéttfyllt rauðbleik blóm. Líkist mjög ígulrós 'Hansa' en er lágvaxnari og þéttvaxnari og virðist vera blómsælli. Er mjög harðgerð og ætti að nota meira en 'Hansa'.
Velja .Ígulrós'Fönn' JPRosa rugosaLágvaxinn runnijúlí-ágústhvítur, bleikir jaðrar á knöppumLágvaxin rós með stór, ilmandi hvít blóm með bleikum jöðrum í fyrstu, tvöföld skálarlaga og bera sig vel. Byrjar blómgun fyrir miðjan júlí og heldur áfram allt sumarið. Stærð runna rúmlega 1 m, þéttvaxinn og hentar vel fremst í rósa- eða runnabeðum. Færstórar nýpur, gular í fyrstu en verða rauðar þegar þær eru fullþroskaðar. Haustlitir, gulir.
Velja .Ígulrós'Drífa' JPRosa rugosaLágvaxinn runnijúlí - ágústljósbleik, síðar hreinhvítLágvaxin þétt rós með ilmandi blóm, ljósbleik í fyrstu verða síðar hreinhvít, miðlungi stór, léttfyllt og sýna fræflana vel fullopnuð. Blómstrar frá byrjun júlí, allmikil blómgun í fyrstu og kemur með eitthvað af blómum fram eftir sumri. Nýpur miðlungi stórar, kúlulaga, okkurgular í fyrstu síðar ljósrauðar. Gulir haustlitir.
Velja .Ígulrós'Jóhanna'Rosa rugosaHávaxinn runniJúlí - septemberBleikurGrófgerðu, umfangsmikill og stórvaxinn runni sem blómstrar bleikum einföldum blómum. Skríður mikið með rótarskotum. Mjög harðgert yrki en hentar ekki í einkagarða.
Velja .Ígulrós'Skotta'Rosa rugosaMeðalhár runniJúlí - septemberBleikurEinstaklega blómviljug og gróskumikil rós með rauðbleikum, fylltum blómum. Getur auðveldlega klifrað upp járn- og trégirðingar og náð þannig 2 m hæð.
Velja .Ígulrós´Henry Hudson´Rosa rugosaLágvaxinn runniJúlí - septemberHvíturEinkar áhugaverð lágvaxin rós sem blómstrar hvítum til fölbleikum blómum með rauðu í knúpp. Er mjög harðgerð og auðveld í ræktun. Skríður nokkuð.
Velja .Ígulrós'Ritausma'Rosa rugosaMeðalhár runniJúlí- ágústLjósbleikurEinstaklega falleg ljósbleik blóm. Gróskumikill runni. Nýleg í ræktun hér en hefur reynst harðgerð.
Velja .Ígulrós’Lac Majeau’Rosa rugosaMeðalhár runnijúlí-ágústHvíturEinstaklega falleg, harðger og blómviljug hvít ígulrós. Blómin þola vel rigningu.
Velja .Ígulrós'Louise Bugnet´Rosa rugosaMeðalhár runniJúlí-ágústHvíturEinstaklega falleg hvít ígulrós en með rauðu í ystu blöðum í blómknúpp. Er harðgerð fái hún sólríkann og skjólsælann stað.
Velja .Ígulrós´Hansaland´ (Korhassi´)Rosa rugosaLágvaxinn runniágúst - septemberRauðurSkínandi rauð blóm síðsumars gera þessa rós áhugaverða fyrir einkagarða.
Velja .Ígulrós'Hadda' JPRosa rugosaMeðalhár runnimánaðarmót júní/júlíRauður með purpurablæMeðalhár rós með stórum ilmandi blómum, fyllt, rauð með purpurablæ. Blómstrar frá mánaðarmótum júní/júlí, mikil í fyrstu og síðan samfelld það sem eftir er sumars. Nýpur meðalstórar, hnöttóttar, gulbrúnar í fyrstu en verða rauðar. Runninn verður hálfur annar metri, breiðir mikið úr sér og getur orðið all umfangsmikill. Áberandi gulbrúnir haustlitir sem byrja snemma.
Velja .Ígulrós'Blanch Double de Coubert'Rosa rugosaMeðalhár runniJúlí - ágústHvíturHvítblómstrandi ígulrós með svipað vaxtarlag og ´Hansa´ og álíka harðgerð.
Velja .Ígulrós / Hansarós'Hansa'Rosa rugosaMeðalhár runniJúlí - septemberBleikurHarðgerð stórvaxin rós sem þolir ágætlega sendinn jarðveg, vind og salt. Er ekki eins blómsæl og sum nýrri yrki á markaðinum eins og yrkið 'Moje Hammarberg'
Velja .Ígulrósarblendingur'George Will´Rosa rugosaLágvaxinn runniJúlí - septemberBleikurMjög þyrnótt rós sem blómstrar ríkulega skærbleikum fylltum blómum sem ilma mikið. Harðgerð rós á svæði A og B. Hefur þrifist vel í yndisgarðinum á Blönduósi á svæði C en kelur lítillega og blómstrar seinna.
Velja .Japanskvistur'Oddi'Spiraea japonicaLágvaxinn runniJúní - ágústBleikurBlómstrar ríkulega bleikum til fjólurauðbleikum blómum. Skærgulur haustlitur Blöð oddkvassari en vanalega.
Velja .Japanskvistur'Little Princess'Spiraea japonicaLágvaxinn runniJúlí - septemberBleikur Harðgerður þéttvaxinn, kúlulaga runni. Fölbleik smágerð blóm.
Velja .Japanskvistur'Óli'Spiraea japonicaLágvaxinn runniJúlí - ágústBleikurSkærbleik til rauðbleik blóm. Mjög líkur 'Eiríki Rauða' í útliti.
Velja .Japanskvistur'Golden Princess'Spiraea japonicaLágvaxinn runniÁgústBleikurHarðgerður og viðhaldslítill. Litskrúðugt gulleitt lauf frá vori fram á haust. Visnaðir blómstandar skraut á vetrum. Hefur reynst hvað best af gulblaða japanskvist.
Velja .Japanskvistur, rósakvistur'Eiríkur Rauði'Spiraea japonicaLágvaxinn runniJúlí - ágústBleikurMjög harðgerður, þéttur, hálfkúlulaga og blómviljugur runni. Visnaðir blómstandar og rauðleitar greinar prýða hann á veturna.
Velja .Jörfavíðir'Katla'Salix hookerianaHávaxinn runniMaíGrænnHávaxinn,frekar gisinn runni. Afar harðgerður og þolir mjög vel vind, sjávarloft og skafrenning. Er nægjusamari en alaskavíðir hvað varðar jarðveg. Haustar sig fremur seint og getur kalið þar sem sumur eru stutt.
Velja .Jörfavíðir'Gáski'Salix hookerianaHávaxinn runniMaíGulurBreiðvaxinn og grófgerður runni en nokkuð fínlegri en ´Askja´ og ´Katla´ og hentar því betur í skjólbeti. Mjög falleg vorblómgun.
Velja .Jörfavíðir´Foldi´Salix hookerianaHávaxinn runniMaíGulurUppréttur, breiðvaxinn og grófgerður runni, en nokkuð fínlegri en t.d. 'Askja' og 'Katla'. Hentar því betur í skjólbelti og limgerði.
Velja .Kirtilrifs'Alaska'Ribes glandulosumJarðlægur runniMaí - júníHvíturÞekur vel og heldur illgresi í skefjum. Skærgulir til rauðir haustlitir. Er fíngerðari en hélurifs en ekki eins skrautlegt.
Velja .Kínareynir'Bjartur'Sorbus vilmoriniiLágvaxið tréJúníHvíturStór runni eða lágvaxið tré með mjög fallega bleik ber. Fallegt tré sem hefur staðið sig vel á Reykjum en vantar meiri reynslu varðandi harðgeri.
Velja .Kínasýrena / JúnísýrenaGamalt ónafngreint yrkiSyringa yunnanensisHávaxinn runniJúlíFjólublárStórvaxin runni með lillabláum blómum.
Velja .Klifurrós´Flammentanz´ ('Korflata´)Rosa sp.Hávaxinn runniÁgúst - septemberRauðurGróskumikil klifurrós 5 m. há erlendis en vanalega 2-3 m. hérlendis. Blóm eru stór eldrauð í klasa. ilmar lítið. Blómstrar frá miðjum ágúst – september/október á Íslandi. Harðgerðasta rauða klifurrós sem völ er á, getur þó kalið lítillega hérlendis. Harðgerð á svæði A og B +á skjólsælum og sólríkum stöðum. Getur kalið lítillega.
Velja .KoparreynirÓVH*Sorbus frutescens (syn. S. koehneana)Hávaxinn runniJúníHvíturHarðgerður og blómfallegur runni sem verður hlaðinn hvítum berjum á haustin. Fallegir haustlitir.
Velja .Kúrilkirsi - rósakirsi'Ruby'Prunus nipponica var. kurilensisHávaxinn runniMaíBleikurStórvaxinn runni eða lítið blómstrandi tré. Blómstrar snemma á vorin mörgum áberandi bleikum blómum og fær fallega rauða haustliti.
Velja .Kvistur'Máni'Spiraea sp. (uratensis)Meðalhár runniJúní - júlíHvíturBlómstrar hvítum blómum og hefur lítiðeitt útsveigðar greinar. Líkist sunnukvisti við fyrstu sýn. Mjög harðgerður. Skríður lítillega.
Velja .Körfuvíðir'Katrín'Salix viminalisHávaxinn runniMaíGulurHávaxinn, uppréttur runni eða lítið tré með áberandi mjó og löng blöð. Fallegir gulir haustlitir. Fer vel við vatn.
Velja .Lambarunnigamalt ónafngreint yrkiViburnum lantanaMeðalhár runniJúní - júlíHvíturSérkennilegur runni með stór og falleg laufblöð. Þrífst ágætlega við góð skilyrði hérlendis á svæði A.
Velja .Loðkvisturónafngreint yrkiSpiraea mollifoliaMeðalhár runniJúlíHvíturMeðalstór harðgerður runni með bogsveigðar greinar. Blöð gráloðin. Er oft uppétinn af maðki. Sunnukvist má nota í staðinn, hefur svipað vaxtarlag en er stórvaxnari.
Velja .Loðvíðir´Koti´Salix lanataMeðalhár runnimaíGulurHávaxinn karlkyns loðvíðir með stór og fallega loðin laufblöð. Blómstrar gulur reklum á vorin. Loðvíðir laufgast seint á vorin og heldur því illa aftur af illgresi, notið þekjandi runna svo sem hélurifs, kirtilrifs eða ilmblágresi sem undirgróður.
Velja .Loðvíðir'Katlagil'Salix lanataJarðlægur runniMaíGulurLágvaxinn jarðlægur runni með hálfuppréttar greinar, getur hækkað með árunum runni 30 - 40 cm hár en mun breiðari. Karlkyns og blómstrar gulum reklum við laufgun.
Velja .Meyjarós´Eddie´s Jewel´Rosa moyesiiHávaxinn runniJúlí - ágústBleikurStórvaxinn blómsæll runni, blóm stærri en á mörgum meyjarósum. Ekki eins harðgerð og ýmis önnur yrki meyjarósa.
Velja .Meyjarós'Geranium'Rosa moyesiiHávaxinn runnijúlíRauðurStórvaxin rós með fallegum smáum blöðum og dökkrauðum blómum. Ekki eins blómvilgjug og margar bleikar meyjarósir en blóm einstaklega falleg.
Velja .Meyjarós´Gréta´Rosa moyesiiHávaxinn runniJúlíBleikurStórvaxin og gróskumikil og einstaklega blómviljug meyjarós með bleikum blómum. Fær mikið af fallega flöskulaga nýpum/ rósaldinum sem má nota í marmelaði. Virðist vera harðgerðari en mörg önnur yrki sérstaklega þau dökkrauðu.
Velja .Myrtuvíðir´Vala´Salix myrsinitesMeðalhár runniMaíRauðurMjög harðgerður, lauf helst sölnað á runnanum yfir veturinn og skreytir hann.
Velja .Perlukvistur´Hólmfríður´Spiraea x margaritaeLágvaxinn runniÁgústBleikurBlómsælll runni og auðveldur í ræktun. Líkist japanskvist en er umfangsmeiri. Fær gular og rauðar sjatteringar í blöð og frýs stundum grænn.
Velja .Rauðblaðarós'Nova'Rosa glaucaMeðalhár runniJúlíBleikurHarðgerð gróskumikil blómsæl rós með rauðleitar greinar og blöð. Fer vel ein sér og með öðrum rósum eða runnum.
Velja .Rauðrifs'Rautt Hollenskt'Ribes spicatumMeðalhár runniMái - júníGrænnBerjarunni sem getur orðið stórvaxinn og þéttur með tímanum. Þarf sólríkann og skjólsælann stað til að bera góða uppskeru. Uppskera getur brugðist í köldum árum og í kaldari svæðum.
Velja .Rauðtoppur'Arnold Red'Lonicera tataricaHávaxinn runniJúlíRauðurMeðalstór til stór kröftugur runni sem blómstrar rauðum blómum í Júlí. Rauðtoppur dafnar mun betur á svæi B en á svæði A. Er álitinn bestur rauðtoppa hérlendis.
Velja .Reyniblaðka'Pia'Sorbaria sorbifoliaMeðalhár runniÁgústHvíturGróskumikill skriðull runni sem hentar sem undirgróður í trjábeðum og þar sem hætta er á snjóbroti. Þolir að vera klippt niður reglulega. Blómstrar hvítum blómskúfum í ágúst. Stórvaxnari og harðgerðari en mörg eldri yrki.
Velja .Runnamura'Mont Everest'Dasiphora fruticosa syn. Potentilla fruticosaLágvaxinn runniJúní - septemberHvíturÞéttgreinóttur runni sem blómstrar ríkulega strax í júní og alveg fram á haust. Harðgert yrki.
Velja .Runnamura'Goldfinger'Dasiphora fruticosa syn. Potentilla fruticosaLágvaxinn runniÁgúst - septemberGulurÞéttgreinóttur runni með stór sítrónugul blóm síðsumar og langt fram á haust. Hentar vel frest í beðum framan við stórvaxnari runna og tré. Er ekki mjög langlífur runni.
Velja .Runnamura'Stella'Dasiphora fruticosa syn. Potentilla fruticosaLágvaxinn runniJúlí - septemberGulur 
Velja .Runnarós, fjölbastarður'Praire Dawn'Rosa sp.Meðalhár runniÁgústBleikurNútíma rós með opið vaxtarlag 1,5-2 m. hár. Fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru hálffyllt til fyllt dökkbleik ilma vel og allt að 10 blómum í klösum. Blómstrar frá miðjum júlí - ágúst á Íslandi.
Velja .Seljakvæmi upprunið frá Saltdal í N-NoregiSalix capreaLágvaxið tréApríl - maíGulur á kk en grænn á kvkFljótvaxin og frekar vindþolin. Karltré blómstra mjög fallega gulum reklum á vorin. ATH! Mikill munur af fræi og því ekki allar plöntur sem verða góð tré. Velja þarf sérstaklega út karlplöntur.
Velja .Silfurblað'Skíma'Elaeagnus commutataMeðalhár runniMaí-Blöðin eru silfurgrá að lit, skríður nokkuð með rótarskotum. Þrífst vel á áraurum.
Velja .Silfurreynir´Aðall´Sorbus intermediaMeðalhátt tréjúlíHvíturYrkið ´Aðall´ er af silfurreyninum gamla í Bæjarfógetagarðinum gróðursett 1883 og hefur reynst vel til undaneldis.Hann er apomiktískur og er því fræekta. Hann þróskar fræ fremur seint sem ekki þroskast í öllum árum. Silfurreynir er vind- og saltþolið tré sem hentar ágætlega sem götutré. Það er hinsvegar galli hvað hann er með lágann stofn og takmarkar það not hans nokkuð nema helst ef tryggt er að gróðursetja stofnháar plöntur og fylgja eftir með klippingu. Silfurreynir er viðkvæmur fyrir áföllum við og eftir gróðursetningu, því er mikilvægt að gróðursetja hann fyrir laufgun og gæta að vökvun fyrstu tvö árin. Við erfiðar aðstæður er bæði gráreynir og alpareynir harðgerðari en athugið að þeir eru smávaxnari og skammlífari.
Velja .Síberíukvisturónafngreint yrkiSpiraea trilobataLágvaxinn runniJúní - júlíHvíturFer vel í steinhæðir og stalla með öðrum smávöxnum plöntum. Getur vorkalið á vaxtarsvæði A.
Velja .Skáldarós 'Francfurt'Rosa x francofurtanaMeðalhár runnijúlí-septemberRauðurGróskumikill runni 1,5 m. hár og breiður, sendir mykið af rótarskotum. Fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru stór hálffyllt karmínrauð og opin. Blómstrar frá lokum júlí - ágúst á Íslandi. Nýpur appelsínugular en þroskast sjaldan hér. Þarf að standa á skjólsælum og sólríkum stað til að þrífast og blómstra vel. Reynsla/harðgerði: Getur kalið lítillega. Harðgerð í görðum YG. Harðgerð á svæði A. RHF2.
Velja .Skrautreynir'Glæsir'Sorbus decoraLágvaxið tréjúníHvíturLágvaxið tré sem getur náð um 8 m.h. Lauf, blóm og berjaklasar almennt stærri en á reynivið. Er talinn salt og vindþolnari en reyniviður og hentað því betur t.d. Í götuumhverfi og við ströndina. Er of lágvaxin og stofnlágur sem götutré. Skrautreynir er apomiktískur og því einsleitur upp af fræi. Nokkur yrki eru í ræktun hérlendis.
Velja .Snjóber'Svanhvít'Symphoricarpos albusMeðalhár runniJúlí - ágústBleikurHarðgert yrki. Lágvaxnari en mörg eldri yrki. Blómstrar hvítum eða ljósbleikum blómum og fær eftir það hvít ber sem hanga á runna langt fram eftir vetri..
Velja .Snækóróna'Þórunn Hyrna'Philadelphus coronariusHávaxinn runniJúlí - ágústHvíturKöftugur, harðgerður og glæsilegur runni, blómstrar ríkulega hvítum ilmandi blómum um mitt sumar.
Velja .Snækóróna /Ilmkóróna'Mont Blanc'Philadelphus x lemoineiMeðalhár runniJúlí - ágústHvíturBlómríkur blaðfallegur runni með sætilmandi hreinhvítum blómum. Harðgerður runni svo framanlega að hann fái skjól fyrir norðanáttum.
Velja .Sólber'Melalahti'Ribes nigrumMeðalhár runniMaí - júníHvíturEinstaklega öruggt sólber, mikil uppskera og langur uppskerutími. Hentar vel í heimilisgarða og á skólalóðir. Upprétt vaxtarlag.
Velja .Sólbroddur'Laugardalur'Berberis thunbergiiMeðalhár runniJúníGulurHarðgerður og nokkuð vindþolinn, kröftugur og þyrnóttur runni. Lítur á ungum blöðum og greinum áberandi gulur - rauður. Gul blóm.
Velja .StafafuraSkagway (kvæmi)Pinus contortaMeðalhátt tréJúní-Greinamikið og breiðvaxið sígrænt tré.
Velja .Stikkilsber'Hinnonmäen Keltainen' = ('Hinnomäki gult')Ribes uva-crispaLágvaxinn runniJúníGrænnÞroskuð ber stór gulgræn með þunnu híði. Sæt og góð fersk. Þolin gegn mjöldögg.
Velja .Stikkilsber'Lepaan Punainen' = (Hinnomäki rautt)Ribes uva-crispaLágvaxinn runniJúníGrænnUppréttur og nokkuð hávaxin. Nær árviss og mikil uppskera sunnan og vestanlands. Þroskuð ber stór brúnrauð. Þolinn gegn mjöldögg.
Velja .Stórkvistur'Hólar'Spiraea henryiHávaxinn runniJúlí - ágústHvíturHávaxinn, fínlegur og blómsæll runni. Verður mjög umfangsmikill með árunum. Þarf að velja honum sólríkann og skjólsælann stað svo hann njóti sín.
Velja .Sunnubroddur'Superba' BlóðbroddurBerberis x ottawensisMeðalhár runniJúlíGulur Þyrnóttur runni með dumbrauð blöð og árssprota.
Velja .Sunnukvistur'June Bride'Spiraea nipponicaLágvaxinn runniJúní júlíHvíturFíngerður og lágur- meðalhár, breiðvaxinn runni. Smávaxnari en aðaltegundin og greinar ekki eins bogsveigðar. Mjög blómviljugur.
Velja .SunnukvisturGamli stóri*Spiraea nipponicaMeðalhár runniJúlíHvíturFallegar bogsveigðar brúnrauðar greinar, hlaðnar hvítum blómum í júlí. Harðgerður, stórvaxin og endingargóður runni. Frýs vanalega grænn.
Velja .Surtartoppur (Svarttoppur)Úr Grasagarðinum í LaugardalLonicera nigraMeðalhár runniJúníBleikurSkuggþolinn og harðgerður runni sem kelur ekkert. Fínlegur runni. Fíngerðari en blátoppur og virðist fá minni mjöldökk. Lauf fallega brúngult á vorin.
Velja .Sveighyrnir'Roði'Cornus sericeaMeðalhár runniJúníHvíturÞéttgreinóttur og nokkuð harðgerður runni. Dumbrauður barkalitur sem vekur athygli á veturna. Þarf skjól og hlýjan stað til að þrífast vel.
Velja .Sýrena'Bríet'Syringa sp.Hávaxinn runniJúlíBleikurMjög stórvaxin og harðger sýrena með laxableikum blómum í stórum klösum. Stórvöxnust þeirra sýrena sem eru í ræktun hérlendis.
Velja .Sýrena'Hallveig'Syringa sp.Hávaxinn runniJúní - júlíLillableikurEinstaklega blómsæl og harðger sýrena með lillableikum blómum í stórum klösum. Fremur upprétt vaxtarlag.
Velja .ÚlfareynirYrki frá MúlakotiSorbus x hostiiLágvaxið tréjúníBleikurStórvaxinn runni eða lágvaxið tré 3-8 metra hár sem hefur reynst ótrúlega harðgerður eftir að plöntur komast á legg. Hefur reynst mjög viðkvæmur fyrir „stagnasjon“ eins og getið er um í umfjöllun um silfurreyni og á þá til að kala nokkuð og verða margstofna. Þolir klippingu vel eins og flestar tegundir af Aria- deild, en getur þó fengið svæsna reyniátu í eina og eina grein sérstaklega í köldum og rökum sumrum. Er afar blómfagur (bleik blóm) og blómstrar fyrstur allra reynitegunda hérlendis vanalega 1-2 vikum á undan reynivið í fyrstu eða annarri viku júnímánaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þroskar stór og fallega rauð ber sem eru mjög eftirsótt af fuglum síðla hausts. Nokkuð djúpstætt rótarkerfi. Í uppeldi þarf að gæta að klippa og mynda einstofna tré því annars vex hann fremur sem margstofna runni. Allur undirbúningur og umhirða þarf einnig að vera góð til að hindra það að nýgróðursettar plöntur fái ekki áfall og „stagneri“ eins og sagt er, þ.e. vaxi lítið sem ekkert í mörg ár og jafnvel koðni niður. Tímasetning útplöntunar skiptir miklu máli í þessu samhengi, ekki ætti að gróðursetja á vaxtartíma.
Velja .Víðir (Grásteinavíðir)'Grásteinar'Salix phylicifolia x myrsinifoliaHávaxinn runniMaíGulurSérstaklega salt- og vindþolinn, þolir skafrenning mjög vel. Með glansandi dökkgræn blöð. Karlkyns. Fær mjög lítið víðiryð.
Velja .Víðir (Rökkurvíðir)'Rökkur' / RökkurvíðirSalix phylicifolia x myrsinifoliaHávaxinn runniMaíGulurÞéttgreinóttur, hávaxinn runni /lítið tré með uppstæðar greinar. Blöð dökkgræn en rauðmenguð þegar þau eru ung.
Velja .Víðir Hreggstaðavíðir'Hreggstaðir'Salix phylicifolia x myrsinifoliaHávaxinn runniMaíGrænnFær mikið víðiryð sem gerir hann ónothæfan. Fljótsprottin, þéttgreinóttur, ber sig vel, mjög vindþolinn og kelur ekkert. Notið í staðin víðiblendinga eins og 'Grásteinn' eða 'Rökkvi'.
Velja .Vorbroddur'Kristinn'Berberis vernaeMeðalhár runniJúní snemmaGulurHarðgerður meðalhár runni sem blómstrar snemma í júní. Blóm ilma mjög sterkt líkt og á geislasóp. Fær rauð ber á haustin.
Velja .Yndisrós' Yndisrós´Rosa sp. hypolecaMeðalhár runniJúlí - ágústRauðbleikurBlómsæll gróskumikill runni 1,5 m. hár, mikil rótarskot. Rauðleitar greinar og fallegt dökkt gljáandi lauf sem minnir á brúðurós eða Rosa ´Metis´, frís oftast græn og kelur gjarnan. Blóm rauðbleik til rauðfjólublá hálffyllt
Velja .Þyrnirós'Katrín Viðar'Rosa spinosissimaMeðalhár runnijúní- júlíHvítur'Ovenju stór hvít einföld blóm, verður oft þakin af blómum. Skríður ekki mjög mikið. Haustar sig fremur seint og getur fengið haustkal, forðist að gefa mikið köfnunarefni (nitur).
Velja .Þyrnirós'Kakwa'Rosa spinosissima (syn. R. pimpinellifolia)Lágvaxinn runniJúni-júlíHvíturBlómstrar rjómahvítum blómum sem ilma sterkt. Ein allra besta fyllta hvíta þyrnirós sem völ er á hérlendis.
Velja .Þyrnirós'Juhannus Morsian'Rosa spinosissima (syn. R. pimpinellifolia)Meðalhár runniJúní - júlíBleikurBlómstrar fölbleikum blómum sem ilma vel og er mjög harðger. Dreifir sér lítillega með rótarskotum.
Velja .Þyrnirós'Linnanmäki'Rosa spinosissima (syn. R. pimpinellifolia)Meðalhár runnijúní- júlíGulhvíturKröftug og einkar blómsæl þyrnirós með gulleitum einföldum blómum í júní - júlí, blómstrar aftur lítillega í sumarlok. Fær einstaklega fallega rauðleita til rauðgula haustliti. Kröftugur runni sem getur náð um tveggja metra hæð. Þyrnirósin ´Linnanmäen Kaunontar´ er af gömlum runna í Linnanmäen almenningsgarðinum í Helsinki og þýðir nafnið Þokkadís Linnanmäen.
Velja .Þyrnirós'Lovísa' / LóurósRosa spinosissima var. altaicaMeðalhár runnijúní- júlíHvíturMjög harðgerð rós með einföld hvít blóm. Skríður töluvert, hentar vel í útivistarsvæði og sumarbústaðalönd
Velja .Þyrnirós / Páfarós'Poppius'Rosa x spinosissimaMeðalhár runniJúlí - septemberBleikurMjög harðgerður þyrnirósablendingur meðhálffyllt bleik blóm. Skríður töluvert. Blöð geta orðið flekkótt seinnipart sumars.
Velja .þyrnirósarblendingur´Aïcha´Rosa x spinosissimaMeðalhár runniJúlíGulurKröftugur 1,5-2,5 m hár runni. Mikið kynblönduð ró og blöð stærri en á venjulegum þyrnirósum, haustlitir gulir en frýs oft græn hérlendis. Blóm einföld mjög stór gul til fölgul, ilma, þroskar sjaldan nýpur. Blómstra á Íslandi frá júlí - ágúst. Reynsla/harðgerði: Nokkuð harðgerð í görðum YG. Harðgerð á svæði A og B á sólríkum og skýldum stöðum.


 Nafn/útlit
 Þol / kröfur um harðgerði
 Notkun
 Haust/vetrarútlit