Annað:
Stutt lýsing:
Lágvaxin rós með stór, ilmandi hvít blóm með bleikum jöðrum í fyrstu, tvöföld skálarlaga og bera sig vel. Byrjar blómgun fyrir miðjan júlí og heldur áfram allt sumarið. Stærð runna rúmlega 1 m, þéttvaxinn og hentar vel fremst í rósa- eða runnabeðum. Færstórar nýpur, gular í fyrstu en verða rauðar þegar þær eru fullþroskaðar. Haustlitir, gulir.
Athugasemd:
Er blendingur R. rugosa ´Logafold´JP x ´Schnee-Eule´. ATH! ÞESSI PLANTA KOM FYRST Á MARKAÐ VORIÐ 2012 OG ER ÞVÍ FRAMBOÐ Á HENNI TAKMARKAÐ FYRST UM SINN.
|