Annað:
Stutt lýsing:
Stór runni eða margstofna smávaxið tré að 3 m.h. Ávöl breið króna. Líkist úlfareyni en er smávaxnari. Blómstrar fyrrihluta júní bleikum áberandi blómum í hálfsveip og fær stór skærrauð ber.
Er blendingur milli Sorbus aria x Sorbus chamaemespilus (Aria deild).
Athugasemd:
Bergreynir er apomiktiskur og kemur því ekta upp af fræi. Það yrki sem er mest í ræktun hérlendis er upprunið úr Grasagarðinum í Reykjavík af fræi árið 1989 safnað af villtum plöntum í Haute-Savoie í Frönsku Ölpunum við landamæri Sviss.
|