Annað:
Stutt lýsing:
Lágvaxin þétt rós með ilmandi blóm, ljósbleik í fyrstu verða síðar hreinhvít, miðlungi stór, léttfyllt og sýna fræflana vel fullopnuð. Blómstrar frá byrjun júlí, allmikil blómgun í fyrstu og kemur með eitthvað af blómum fram eftir sumri. Nýpur miðlungi stórar, kúlulaga, okkurgular í fyrstu síðar ljósrauðar. Gulir haustlitir.
Athugasemd:
Bæði blóm og runni líkist mjög föðurnum ‘Henry Hudson’ en eru heldur stórvaxnari og blöðin ljógrænni, ‘Drífa’ setur fleiri og stærri nýpur. ATH! ÞESSI PLANTA KOM FYRST Á MARKAÐ VORIÐ 2012 OG ER ÞVÍ FRAMBOÐ Á HENNI TAKMARKAÐ FYRST UM SINN.
|