Annað:
Stutt lýsing:
Lágvaxið tré sem getur náð um 8 m.h. Lauf, blóm og berjaklasar almennt stærri en á reynivið. Er talinn salt og vindþolnari en reyniviður og hentað því betur t.d. Í götuumhverfi og við ströndina. Er of lágvaxin og stofnlágur sem götutré. Skrautreynir er apomiktískur og því einsleitur upp af fræi. Nokkur yrki eru í ræktun hérlendis.
Athugasemd:
Elsta yrkið ´Glæsir´ er upprunnið frá Hesse garðyrkjustöðinni í Þýskalandi árið 1965, er nú um 8 metra hátt tré í Grasagarðinum í Laugardal og virðist hafa lokið hæðarvexti sínum að mestu. Annað yrki með óþekktum uppruna sem kallað er ´Skrúður´ er smávaxnara en ´Glæsir´og er móðurplantan sem vex í Laugardalsgarðinum um 4 m. Yrki frá gróðrarstöðinni Mörk er mikið í ræktun og líkist ´Glæsi´mikið.
|