Annað:
Stutt lýsing:
Ekta gamaldags hvít runnarós 2-2,5 m. hár og breiður. Blöð einkennandi
blágræn og hraustleg, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru fyllt kremhvít til hvít og ilma vel.
Getur verið mjög blómsæl. Blómstrar frá lokum júlí - ágúst á Íslandi. Nýpur rauðleitar en ná
sjaldnast að fullþroskast hér. Má nota sem veggrós. og getur þá orðið hærri.
Athugasemd:
Blendingstegund, óþekktur uppruni, mjög gömul fyrst getið í heimildum 1867. Foreldrar óþekktir.
|