Annað:
Stutt lýsing:
Meðalhár rós með stórum ilmandi blómum, fyllt, rauð með purpurablæ. Blómstrar frá mánaðarmótum júní/júlí, mikil í fyrstu og síðan samfelld það sem eftir er sumars. Nýpur meðalstórar, hnöttóttar, gulbrúnar í fyrstu en verða rauðar. Runninn verður hálfur annar metri, breiðir mikið úr sér og getur orðið all umfangsmikill. Áberandi gulbrúnir haustlitir sem byrja snemma.
Athugasemd:
ATH! ÞESSI PLANTA KOM FYRST Á MARKAÐ VORIÐ 2012 OG ER ÞVÍ FRAMBOÐ Á HENNI TAKMARKAÐ FYRST UM SINN.
|