Annað:
Stutt lýsing:
Gróskumikill runni 2-2,5 m. hár og breiður. Blöð einkennandi blágræn
og hraustleg, fær sjaldan haustliti hér. Blóm eru einföld hreinhvít og lýsa í kvöldrökkrinu í ágúst. Blómstrar frá miðjum júlí - ágúst á Íslandi. Nýpur rauðleitar en ná sjaldnast að fullþroskast hér. Líklega harðgerðust bjarmarósa, blómstraði ágætlega rigningarsumarið 2013. Þolir hálfskugga.
Athugasemd:
Getur fengið mjöldögg.
|