Unnið var að verkefni um kögglun á hálmi árið 2009 til þess að reyna að gera hálm sem fellur til um allt land að betri markaðsvöru.
Rúmþyngd og þurrefnisprósenta gera það að verkum að geymsla, flutningur og meðhöndlun er svipaður fyrir allar gerðir köggla en nokkuð ólíkur á milli köggla og minna þjappaðs efnis sjá töflu 1.
Tafla 1. Samanburður á þurrefnisprósentu, rúmþyngd og ísogseiginleikum mismunandi undirburðarefna eins og þau koma fyrir hjá söluaðila
Undirburður |
Þ.e. % |
Rúmþyngd, kg/m3 |
Ísogseiginleiki,
kg vatns/kg efnis |
Hálmur |
80 |
15,2 |
5,0 |
Snittaður hálmur |
78 |
46,1 |
5,0 |
Hálmkögglar |
91 |
532,8 |
4,7 |
Sagkögglar 1 |
96 |
615,8 |
3,1 |
Sagkögglar 2 |
96 |
528,4 |
3,2 |
Sagkögglar 3 |
95 |
645,0 |
4,4 |
Spænir |
88 |
89,5 |
3,9 |
Sag |
95 |
159,3 |
4,2 |
1.1 Ísogshæfni undirburðar
Mælt var ísogshæfni hálmsins og borið saman við aðrar tegundir undirburðar sem eru fáanlegar hérlendis. Þegar hálmkögglar voru bornir saman við ómeðhöndlaðan hálm og snittaðann hálm (sjá mynd 1) kom í ljós að kögglunin virðist minnka ísogseiginleika eitthvað, trúlega vegna hárpípuvirkni stráanna í hálminum, sem valda því að vatnið berst inn í stráið og mælist þannig sem ísog. Betri nýting á kögglunum vegur þetta hugsanlega upp vegna þess að aðeins lítill hluti af ómeðhöndluðum hálmi kemst í snertingu við blautan undirburð við raunaðstæður.
Mynd 1. Samanburður á ísogshæfni hálms á mismunandi vinnslustigum.
Þar sem kögglun skilar efnum svipuðum hvað varðar rúmþyngd og þurrefnisprósentu, og til þess að gera sér grein fyrir samkeppnishæfni hálmköggla, voru þeir einnig bornir saman við 3 gerðir sagköggla sem algengar eru á markaði hérlendis. Eins og sjá má á mynd 2 er virkni hálmkögglanna orðin sambærileg eða betri en hinna tegundanna strax eftir 24 klst. Þessar niðurstöður benda til þess að hálmkögglar ættu að hafa alla möguleika til þess að vera samkeppnisfær afurð sem undirburður í framtíðinni.
Mynd 2. Ísoghæfni hálmköggla miðað við spænisköggla
|
Ómeðhöndlaður hálmur |
Snittaður hálmur |
Kögglaður hálmur |
Ath! á myndinni hér að ofan er sama magn í grömmum talið í öllu þrem haugunum.