Mikil framför varð þegar fólk fór í meira mæli að hafa hross í stíum. Hross fá þar með meira frelsi til hreyfingar þann tíma sem þau eru innandyra. Það er þó eitt og annað sem þarf að hafa í huga. Fyrir áhugasama um aðbúnað hrossa þá er gott að gera sér grein fyrir eðli hrossa til þess að greina hvernig aðstöðu við þurfum að búa þeim til þess að þeim líði vel á húsi. Þó það sé samhengi á milli góðs aðbúnaðar og fjármagns kemur það samt oft fyrir að ódýrustu lausnirnar eru þær sem þjóna eðli hrossanna best.
Hvernig meta má húsið sitt.
Geta hrossin flúið árásargjarnan félaga ?
Þó svo að hross hafi miklar félagsþarfir getur einelti annara hrossa komið niður á öðrum hrossum
Eru nuddfletir á innréttingum ?
Oft eru mikið nudduð svæði vísbending um að hross séu í of þröngu rými eða þeim hindrað að eiga samskipti sín á milli.
Er mikið um húslesti í húsinu ?
Getur verið vísbending um að eitthvað sé að í húsinu, og er þar margt sem spilar inn í t.d. léleg fóðrun (gefið of sjaldan, of lítið o.sv.fr.) Einnig getur hreyfingarleysi í þröngum stíum orsakað húslesti.
Eru loftgæði léleg ?
Loftgæði geta verið léleg inn í stíum þó loftið á göngum sé gott, oft skortir blöndun á hreinu lofti um húsin, vegna innréttingar skorts á loftinntökum o.sv.fr.