Átaksverkefni um aðbúnað hrossa og hönnun hesthúsa

Með reglugerð frá 1999 voru lágmarkmál á stíum 3 fm/hest, árið 2006 var þessi stærð færð uppí 4 fm/hest, þar sem lágmarksmál á minnsta vegg er 180 cm.

Flest hús eru smíðuð eftir þessum lágmarksmálum og er það skiljanlegt ef verið er að smíða eins ódýrt og hægt er. Eins er það skiljanlegt þar sem hross eru höfð stóran hlutann af sólarhringnum úti, að stíurnar séu samkvæmt lágmarksmálum.

En þegar má leyfa sér að eyða í hesthúsið er þarna hægt að gera mun betur. Líklegra er að hrossum líði betur í stærri stíum, þ.e. lega er meiri, sem þýðir að svefn hrossa verður betri. Hross í þröngum stíum veigra sér við að standa upp, og leggjast niður sem leiðir til þess að hrossin leggjast minna. Einnig eru kenningar um að undirburðarþörf sé minni í stærri stíum, en það er líklega vegna þess að loftræsting er betri í stærri stíum.

Hér fyrir neðan eru kröfur nágrannalandanna til rýmisþarfa í einstaklingsstíum.

Land

Rýmisþarfir (ráðleggingar)

Kanada

9 fm (pony)

Skotland

9 fm (pony)

Þýskaland

7,7 fm (ísl. hestur 1,39 á herðar)

Svíþjóð

6,3 fm (ísl. hestur 1,39 á herðar)

Danmörk

7,7 fm (ísl. hestur 1,39 á herðar)

Ísland

4 fm

 


Hross í hollri vist
hesthus@hesthus.is