Átaksverkefni um aðbúnað hrossa og hönnun hesthúsa
Hafa verður í huga að reglugerðir skulu ekki notast til viðmiðunar í hönnun hesthúsa, heldur eru stærðir í þeim sem eru á mörkum þess sem má teljast hafa neikvæð áhrif á heilbrigði hrossanna þannig að það varði við lög.

Gefin var út reglugerð um aðbúnað heilbrigðiseftirlit hrossa árið 1999, og var henni síðan fylgt eftir árið 2006 með nýrri reglugerð sem var öllu nákvæmari.


Það sem lýtur beint að aðbúnaði hesta er hér á eftir en reglugerðina í heild sinni má nálgast neðst á þessari síðu.
III. KAFLI
Aðbúnaður.
8. gr.
Hesthús og innréttingar.
Innréttingar og annar útbúnaður hesthúsa skulu vera þannig að ekki skapist hætta á að
hross verði fyrir meiðslum eða heilsutjóni. Frágangur dyra og ganga skal vera þannig að
fljótlegt sé að rýma þau í neyðartilvikum. Stíuveggir skulu vera þannig gerðir að ekki skapist
hætta á að fætur eða höfuð festist. Bil undir milligerði í stíum skal ekki vera meira en 4 cm.
Innréttingar skulu vera þannig gerðar að hross geti séð önnur hross á húsi. Í byggingar og
innréttingar skal nota efni sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa. Óheimilt er að nota hvers
konar hættuleg og heilsuspillandi efni.
Gólf skulu vera með stömu yfirborði sem auðvelt er að þrífa. Steypt gólf í básum skulu
klædd gúmmímottum eða öðru mjúku efni. Þar sem ekki er hreinsað daglega skal borið undir
hrossin til að koma í veg fyrir bleytu og hálku. Ganga skal frá niðurföllum þannig að þau
valdi ekki slysum eða óþægindum.
Stíur skulu vera svo stórar að hestur/hestar geti auðveldlega legið og snúið sér innan
hennar.
Básar skulu einungis notaðir tímabundið fyrir hvert hross. Básar og stíur skulu uppfylla
kröfur um lágmarksstærðir sem fram koma í a-lið viðauka I við reglugerð þessa.

VIÐAUKI I
A. Básastærðir og rými í stíum (lágmarksmál).
Básar þar sem hross eru bundin:
Lengd 165 sm
Breidd 110 sm
Stíustærð/rýmisþörf í stíu, lágmarksmál á hvert hross. Í stíu má skemmsta hlið ekki vera
styttri en 150 sm fyrir hross yngri en fjögurra vetra, en eigi styttri en 180 sm fyrir hross
fjögurra vetra og eldri. Stíur skulu ekki vera minni að flatarmáli en hér segir:
Hross, fjögurra vetra og eldri 4,0 m²
Folöld og tryppi, yngri en fjögurra vetra 3,0 m²

Í 15. gr. reglugerðarinnar stendur "Hesthús sem innréttuð eru fyrir gildistökudag reglugerðar þessarar, eða sem hlotið hafa samþykki byggingaryfirvalda fyrir gildistöku hennar eru undanþegin ákvæðum a-liðar viðauka I um stíu- og básastærðir og ákvæðum 11. gr. um lágmarksstærð gerða. Um þau gilda áfram ákvæði eldri reglugerðar nr. 132/1999 hvað þær stærðir varðar."

Lágmarksstærðir fyrir hross í hesthúsum smíðuð eða samþykkt fyrir 16. febrúar 2006

Básastærðir og rými í húsum (lágmarksmál):
Básar þar sem hross eru bundin:
Lengd    165 sm
Breidd    110 sm
Stíur þar sem hross eru laus:
Hross, fjögurra vetra og eldri    3,0 m²
Tryppi    2,2 m²
Folöld    1,8 m²

9. gr.
Loftræsting.
Loftræsting skal vera góð og koma skal í veg fyrir dragsúg í húsum, en loftskipti eiga að
vera næg til að magn skaðlegra loftegunda sé að jafnaði innan viðurkenndra hættumarka sbr.
b-lið viðauka I við reglugerð þessari.
Hita og rakastigi skal haldið jöfnu og innan þeirra marka sem tilgreind eru í b-lið viðauka
I.
Óheimilt er að hafa hross í stöðugum hávaða og skal hljóðstyrkur vera innan þeirra
marka sem um getur í b-lið viðauka I við reglugerð þessa.

VIÐAUKI I

B. Loftræsting o.fl.
Magn eftirtalinna loftegunda skal að jafnaði ekki vera meira en hér segir:
Ammóníak (NH3) 10 ppm
Koltvísýringur (CO2) 3000 ppm
Brennisteinsvetni (H2S) 0,5 ppm
Við hönnun loftræstikerfis skal leitast við að lofthraði umhverfis hrossin fari ekki yfir 0,2
m/sek.
Rakastig í einangruðum húsum skal ekki fara yfir 80%.
Rakastig í óeinangruðum húsum skal að jafnaði ekki fara umfram 10% þess sem er úti.
Hljóðstyrkur skal að jafnaði ekki fara yfir 65 dB (A).

10. gr.
Birta og lýsing.
Á hesthúsum skulu vera gluggar sem tryggja að þar gæti dagsbirtu. Önnur lýsing skal
vera næg svo að ávallt sé hægt að fylgjast með hrossunum. Glugga, ljós og rafmagnsleiðslur
skal verja þannig að ekki valdi slysum.

11. gr.

Gerði og girðingar.
Gerði við hesthús skal að lágmarki vera 100 fermetrar. Óheimilt er að nota gaddavír og
háspenntar rafgirðingar í gerði. Afrennsli skal vera gott þannig að ekki myndist svað og
skipta skal um yfirborðslag eftir þörfum.
Girðingar skulu vera traustar og þannig gerðar að þær valdi ekki slysum.
Nr. 160 16. febrúar 2006
Forðast skal að nota ristahlið á girðingar umhverfis hrossahólf eða þar sem umferð hrossa
er mikil. Um hrossagirðingar fer að öðru leyti eftir ákvæðum reglugerðar nr. 748/2002 um
girðingar, sbr. 13. og 14. gr.

12. gr.

Skjól i hrossahögum.
Hross sem ganga úti frá 1. október til 1. júní skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum.
Þar sem fullnægjandi náttúruleg skjól eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að
manngerðum skjólveggjum sem ganga í þrjár stefnur eða mynda með öðrum hætti skjól úr
öllum áttum. Hver skjólveggur skal vera að lágmarki 2,5 m á hæð og 4 m á lengd eða svo stór
að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls. Skjólveggirnir skulu traustlega byggðir þannig að
þeir valdi ekki slysahættu né hræðslu hjá hrossunum. Eftirlitsaðilar skv. 3. mgr. 3. gr. fylgjast
með því að skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt.
Umhverfi, hönnun og viðhald húsa og skýla skal vera þannig að ekki valdi slysum og
gripir haldist hreinir.

13. gr.
Umhverfi.
Frágangi taðþróa og haughúsa skal þannig háttað að ekki valdi mengun umhverfis eða
hættu fyrir menn og skepnur, sbr. reglugerð nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns o.fl.


 


Hross í hollri vist
hesthus@hesthus.is