Mór
Mór
er tegund undirburðar sem við íslendingar ættum að geta framleitt á hagkvæman
hátt. Til eru mógrafir víðsvegar um landið og hefur mór verið notaður
til einangrunar í húsum, upphitunar, til þess að reykja við svo
eitthvað sé nefnt. Mór er brenndur og þannig nýttur sem orkuauðlind
víðsvegar um heiminn og eru Finnar þar fremstir meðal jafningja. Mórinn
er einnig notaður í plönturækt og var flutt inn eitthvað að mó í gegnum
blómasala fyrir nokkrum árum sem nýttist ágætlega sem undirburður fyrir
hross.
Gamlar heimildir eru til um
mótöku á Íslandi og var unnið að skýrslum um gildi mós til orkuöflunar. Í
þessum heimildum er ekki talað um mó sem undirburð undir búfénað heldur sem
eldsneyti fyrir iðnað og til upphitunar. Rannsóknir voru framkvæmdar um land
allt og talið var þá að heildarflatarmál mómýra á Íslandi væri í kringum 3.000
ferkílómetrar sem myndi skila u.þ.b. 2 milljarða tonna af þurrum mó (Freysteinn
Sigurðsson og Þórólfur Hafstað, 1980).
Kostir:
- Dregur gríðarlega vel í sig ammóníak
- Góð rakadrægni
- Verður góð gróðurmold (e.t.v. markaðsvara)
- Mjög hófvænt efni fyrir hross sem eru veik fyrir í hófum
- Heldur sér betur en annar undirburður
- Minna magn notað en aðrar tegundir undirburða
Gallar:
- Veldur óæskilegum umhverfisáhrifum á votlendi þar sem það er ræst
fram
- Þetta er jarðvegur svo hestarnir gætu orðið aðeins skítugir
- Þungt efni í meðförum
- Erfitt að veiða út blauta efnið úr stíunum vegna þess að vætan veldur
litlum litabreytingum
- Lítið vitað um hvort íslenskur mór hefur sömu eiginleika sem undirburður og erlendur mór.
Nánar um móMólendiÍslenskum mýrum má skipta í flóa- og hallamýrar. Aðaljurtir í íslenskum
mýrum eru ýmsar starategundir en erlendis er mótaka úr hámýrar algengar en þær
eru myndaðar úr mosa þá aðallega svarðmosa (Sphagnum) en mór með þannig
samsetningu er nefndur (peat moss). Hámýrar eru engar hér á landi þó svo
að svarðmosi finnist í einhverju mæli (Óskar Bjarnason, 1966). Munur er á þeim
mó sem er nýtanlegur hér á landi og erlendis, okkar mór er ekki eins
vatnsgleypinn og inniheldur meiri ösku. Þar af leiðir er hann ekki eins blautur
hjá okkur borið saman við erlenda móinn (Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur
Hafstað, 1980). Mikilvægt er að rannsaka hvort að þessir þættir hafa áhrif á
þeim eiginleikum sem hrossa eigendur sækjast eftir í undirburði, þ.e.
rakadrægni og hæfilegu sýrustigi.
Hvað er mór?Mór verður til við ófullkomna
rotnun þeirra jurta sem í mýrunum vaxa. Mólögin myndast af leifum gróðursins
sem deyr á hverju hausti, þannig hlaðast upp mólög hvert ofan á annað. Þannig
er talið að einn metri af mólagi myndist á bilinu 1-3 þúsund árum. Vegna þess
hve mýrar eru vatnssósa þá rotna hinar dauðu plöntur ekki að fullu vegna súrefnisleysis.
En í stað rotnunar fer í gang hægfara ummyndun vegna tillurða loftfælinna
gerla(Óskar Bjarnason, 1966)
Hvernig er mórinn unninn?
En ef að vinna á mó úr mýrum
þarf að byrja á því að ræsta þær fram þannig að þær verði vélfærar, þó svo að í
sumum tilfellum nægi eitt ár áður en mótekja hefst þá þarf að hafa í huga að í Finnlandi
líður allt að 5 ár frá því að framræsing á sér stað þar til mótekja getur
hafist.
Til eru þrjár meginaðferðir
við mótöku: Mótæting, móskurður og móleðjugerð.
Mótæting
fer þannig fram að fyrst eru grafnir skurðir með nægjanlegu millibili svo efstu
lögin þorni það mikið að tæki komist yfir án þess að eiga það á hættu að sökkva
í mýrinni. Þvínæst (oft ári seinna) er hafist handa við að róta í efstu lögunum
og vindur og sólargeislar látnir um að þurrka það sem liggur efst. Þegar efnið
er orðið nógu þurrt til þess að hirða það eru kallaðar til stórvaxta ryksugur
sem soga móinn af yfirborðinu. Reikna má með 2-3 daga þurrktíma.
Móskurður fer þannig fram að mórinn er ristur niður á hálfs meter dýpi hann hirtur í
kögglum og dreift á slétt yfirborð og hirtur þegar hann er nægjanlega þurr.
Gera má ráð fyrir 2-4 vikna þurrkunartíma eftir skurð.
Móleðjugerð fer þannig fram að hann er brotinn niður með vatnsbunu og síðan dælt á
þurrkunarstað eða í þurrkara, kostir þessarar aðferðar er að ekki er þörf á
löngum
Mótaka með stórtækum mósugum
Ekki er greinahöfundur að
mæla með stórfelldum mótekjum um land allt þar sem þetta hefur mikil
umhverfisáhrif, en hugsanlega er hægt að nýta okkar íslenska mó á raunhæfan og
hagkvæman hátt. Minnka má umhverfisþáttinn ef mórinn er fluttur til baka eftir
notkun sem þá frjósamur jarðvegur til ræktunar í stað flóamýri.
Heimildarskrá
Airaksinen, S.,
Heinonen-Tanski, H., & Heiskanen, M. L. (2001). Quality of different
bedding materials and their influence on the compostability of horse manure.
Journal of Equine Veterinary Science, 21(3),
125-130.
Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur H. Hafstað. (1980). Mór á Íslandi - könnun heimilda um
magn og gerð. Orkustofnun Jarðkönnunardeild, 66 bls.
Óskar Bjarnason. (1966). Íslenzkur mór. Háskóli Íslands atvinnudeild. 88 bls.