Til baka



Númer: 545

Samræmt kynbótamat íslenska hestsins

Flokkur: Sjálfbær nýting erfðaauðlinda     Upphafsár: 2006

Tengiliður: Þorvaldur Árnason       Netfang: thorvaldura@lbhi.is   
 

Kynbótamat og erfðatengsl keppniseiginleika og dæmdra eiginleika hjá íslenskum hestum
 
Meðal unnenda íslenska hestsins, hérlendis sem erlendis, er sívaxandi áhugi fyrir verðmætum keppnishrossum. Llicentiate verkefni Elsu Albertsdóttur leiddi í ljós mikla möguleika á erfðaframförum í keppniseiginleikum íslenskra hrossa og staðfesti jákvætt erfðasamband milli keppniseiginleikanna og margra eiginleika sem eru innifaldir í kynbótadómum. Þetta verkefni er beint framhald af námsverkefni Elsu og miðar að þróun samþætts kynbótamats keppniseiginleika og kynbótadóma. Erfðastuðlar verða endurmetnir í auknum gögnum og tölfræðilíkön fyrir sameiginlegt kynbótamat keppnis- og kynbótaeiginleika með BLUP-fjölbreytueinstaklingslíkani verður þróað. Ávinningur samþætts kynbótamats hvað varðar aukna erfðaframför verður metin. Verkefnið mun styrkja þekkingu okkar á erfðastuðlum keppniseiginleika íslenska hestsins og leiða til þróunar hagnýtrar aðferðar fyrir samtvinnað mat á kynbótagildi margra tengdra eiginleika fyrir sérstök flókin líkön. Aðferðin fær víðtækt notkunargildi og ávinningur er ekki einungis bundinn við þetta verkefni.
Verkefnið mun leiða til doktorsgráðu eins nemanda, verðmæts erlends samstarfs við SLU (Sænska Landbúnaðarháskólann) og birtingu fjögurra vísindagreina í viðurkenndum vísindatímaritum. Tölvuforritin sem verða þróuð í verkefninu verða þegar að afloknu verki tilbúin til hagnýtra nota. Endurbætt kynbótamat verður aðgengilegt fyrir ræktendur og skapar þannig umtalsverða erfðaframför í verðmætum eiginleikum íslenska hestsins.

 
Susanne Eriksson, SLU, Svíþjóð
Doktorsnemi Elsa Albertsdóttir