Til baka



Númer: 1965

In situ varðveisla erfðaefnis í gömlum túnum

Flokkur: Sjálfbær nýting erfðaauðlinda     Upphafsár: 2010

Tengiliður: Guðni Þorvaldsson       Netfang: gudni@lbhi.is   
 

 
Flest tún á Íslandi eru til orðin með sáningu grasfræs og oft er fræið af erlendum uppruna. Víða um land leynast þó litlar spildur sem aldrei hefur verið sáð í heldur eru þetta leifar af upprunalegum túnum á viðkomandi bæjum. Þær eru því vaxnar innlendum gróðri. Þó svo að þessi tún muni ekki öll hverfa á næstu árum er mikil hætta á að þau týnist, því að fólki sem man ræktunarsöguna fer mjög fækkandi. Við kynslóðaskipti á jörðum getur vitneskja um þessi tún auðveldlega tapast.
 
Markmið þessa verkefnis er að skrá og merkja gömul tún víðs vegar um landið. Það er bæði gert til að varðveita íslenskt erfðaefni og íslenskar menningarminjar. Einnig verða skráðar sögulegar upplýsingar um túnin eftir því sem þær eru þekktar, gróðurfari og jarðvegi lýst sem og ýmsum staðháttum. Myndir verða teknar af túnunum og GPS-hnit skráð.

 
Erfðanefnd landbúnaðarins, NordGen