Til baka



Númer: 485b

Kornrækt og sáðskipti

Flokkur: Fóðuröflun og fjölbreytt framleiðslukerfi     Upphafsár: 

Tengiliður: Jónatan Hermannsson       Netfang: jonatan@lbhi.is   
 

Kornrækt á Íslandi er nálægt mörkum hins mögulega.  Sumarhiti er af skornum skammti og aðrir veðurfarsþættir eru einnig erfiðari hér en þekkist í kornræktarlöndum.  Nefna má hvassviðri og slagviðri síðsumars.
Hinar séstöku aðstæður hér á landi gera óvenjulegar kröfur til kornsins, sem ræktað er.  Markmið verkefnisins verður að fá bændum í hendur hinn besta efnivið til kornræktar.  Því er sinnt á tvennan hátt.  Í fyrsta lagi með því að fylgjast með og prófa öll erlend yrki sem fáanleg eru og gætu komið að gagni hérlendis.  Í öðru lagi með kynbótum og þá er unnið að því að búa til byggyrki sem henta hinum séríslensku aðstæðum.  Þetta verkefni hefur þegar skilað fjórum nýjum yrkjum.
Í verkefninu er líka unnið að ýmsum þáttum varðandi ræktun korns, svo sem áburðarþörf, tækni við sáningu og skurð.  Fjallað er um stað kornsins í sáðskiptum við aðrar nytjajurtir.
 

 
Helstu samstarfsaðilar:
Búnaðarsambönd í sýslum og landshlutum