Til baka



Númer: 889

Smárablöndur og áhrif N-áburðar

Flokkur: Fóðuröflun og fjölbreytt framleiðslukerfi     Upphafsár: 2008

Tengiliður: Áslaug Helgadóttir       Netfang: aslaug@lbhi.is   
 

Tilbúinn áburður og aðkeypt kjarnfóður hækkar ört í verði. Því er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að bæta nýtingu áburðarefna í túnrækt og auka fóðurgæði gróffróðurs. Verkefninu er ætlað að kanna (i) hversu mikinn N áburð megi spara með því að rækta saman blöndur mismunandi gras- og belgjurtategunda án þess að það komi niður á uppskeru og fóðurgæðum og (ii) hvert sé fóðrunarvirði slíkra  blandna samanborið við að rækta uppskerumiklar grastegundir í hreinrækt við tiltölulega miklum N áburði. Ef í ljós kemur að blöndur vel valinna yrkja af grösum og belgjurtum geta gefið meiri og betri heyfeng við minni nituráburð en ræktun á t.d. hreinu vallarfoxgrasi er til mikils að vinna. Verkefnið mun því skila beinum ávinningi fyrir bændur. Mæld verða áhrif þriggja N skammta (20, 70 og 220 kg N ha-1) á uppskeru, fóðurgæði og nýtni niturs í mismunandi blöndum af vallarfoxgrasi, hávingli, rauðsmára og hvítsmára samanborið við ræktun sömu tegunda í hreinrækt í tilraunareitum á Korpu í þrjú uppskeruár. Tilraunareitir verða samtals 66 og við hvern slátt verður heyfengur greindur til tegunda. Sömu tilraunareitum verður einnig sáð á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum en þar verður einungis mæld heildaruppskera. Einnig verður fóðrunarvirði vallarfoxgrass, hávinguls og blöndu þessara tegunda með rauðsmára og hvítsmára ræktað við stóran og lítinn skammt af N áburði (50 og 125 kg N ha-1) mælt í fóðrunartilraun (verkuð uppskera úr fyrri slætti) og beitartilraun (endurvöxtur) með lömbum á Tilraunastöðinni á Hesti.
 

 
Helstu samstarfsaðilar:
Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ