Til baka



Númer: 548

Dreifingartími mykju

Flokkur: Hringrás næringarefna     Upphafsár: 2007

Tengiliður: Ríkharð Brynjólfsson       Netfang: rikhard@lbhi.is   
 

Kúamykju er dreift á tilraunareiti í byrjun hvers mánaðar  frá september til maí. Dreifimagn miðast við 25 tonn/ha af mykju með 11% þurrefni. Mykja fyrir alla dreifitíma er tekin frá að haust svo alltaf er um að ræða samskonar mykju. Tilraunin er gerð á nýju landi hvert ár. Tilraunalandið er tún með vallarfoxgrasi sem ríkjandi tegund. Til samanburðar er borinn á tilsvarandi NPK (miðað við meintar heimtur) í tilbúnum áburði í október og maí, og í mai er dreift mismunandi skömmtum af N, P og K  til viðmiðunar.
Tilraunin hófst haustið 2007 og líkur með uppskeru 2010. Þá hefur hún verið gerð á Hvanneyri í þrjú ár, og eitt ár á Stóra-Ármóti.

 
Helstu samstarfsaðilar:
Búnaðarsamband Suðurlands
Stóra-Ármóts bú