Til baka



Númer: 535

Erfðafjölbreytni í hvítsmára af ólíkum uppruna

Flokkur: Sjálfbær nýting erfðaauðlinda     Upphafsár: 2002

Tengiliður: Áslaug Helgadóttir       Netfang: aslaug@lbhi.is   
 

Rannsóknir á erfðafjölbreytni eru forsenda þess að hægt sé að stunda plöntukynbætur. Þegar meginmarkmiðin eru að sameina uppskeru og lifun í kynbættum yrkjum er nauðsynlegt að finna eiginleika sem tengjast þessum tveimur þáttum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem rækta á viðkomandi tegund eða yrki á jaðri útbreiðslusvæðis síns.
Í samstarfsverkefni þessu munum við nota AFLP erfðamörk til þess að greina erfða-breytingar í rauð- og/eða hvítsmárayrkjum sem vaxið hafa í sameiginlegri tilraun á völdum stöðum í Evrópu. Hér á Íslandi munum við einnig bera saman erfðafjölbreytni í kynbættum hvítsmárayrkjum af ólíkum uppruna við náttúrulega stofna sem aðlagast hafa erfiðum skilyrðum hér. Erfðafjölbreytni sem metin er með AFLP erfðamörkum tengist ekki endilega erfðasætum sem náttúruúrval hefur valið fyrir. Við munum því einnig mæla algenga útlits- og lífeðlisfræðilega eiginleika í hefðbundnu hnausasafni.
Með því að nota efnivið úr sameiginlegri tilraun, þar sem meðferð á tilraunareitum var stöðluð, gefur það okkur færi á að draga almennar ályktanir sem ekki er unnt að gera ef einungis væri stuðst við niðurstöður frá einum stað eða úr einni tilraun. Rannsóknin hér mun jafnframt gefa niðurstöður um erfðafjölbreytni innan og milli erfðahópa á norðurslóð. Slíkar upplýsingar vantar sárlega en þær eru mikilvægar við gerð verndaráætlana fyrir erfðaauðlindir á þessum svæðum einkum í ljósi loftslagsbreytinga sem verið er að spá.

 
Dr. Bodil Frankow-Lindberg, SLU Svíþjóð
Dr. Rosemary Collins IBERS, Aberystwyth, UK