Til baka



Númer: 1138

NORDFLUX – Kolefnisjöfnuður á norðurslóðum

Flokkur: Umhverfisrannsóknir     Upphafsár: 2009

Tengiliður: Bjarni Diðrik Sigurðsson       Netfang: bjarni@lbhi.is   
 

NORDFLUX - A Nordic research network supporting the study of greenhouse gas exchange from northern ecosystems
 
Verkefnið er sjálfstætt framhald Norræna öndvegissetursins um kolefnisrannsóknir (NECC 2003-2008). NORDFLUX er samstarfsvettvangur nær allra vísindamanna á Norðurlöndum sem rannsaka hringrás og flæði gróðurhúsalofttegunda (GHGs) í mismunandi vistkerfum, frá laufskógabeltinu í Danmörku norður í heimskautasvæði Grænlands. Verkefnið stendur fyrir vinnufundum og ráðstefnum á fræðasviðinu, auk þess sem það býður upp á ferða- og dvalarstyrki fyrir þátttakendur og framhaldsnema til að auka samstarf milli landa og stofnana. Megin markmið verkefnisins er að auðvelda ungum vísindamönnum á fræðasviðinu að byggja upp tengslanet milli landanna og efla norrænar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á hringrás gróðurhúsalofttegunda, einkum CO2, CH4 og N2O.
 
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á: http://www.nateko.lu.se/nordflux/home.html

 
Verkefnisstjóri:
Próf. Anders Lindroth, Dept. of Earth and Ecosystem Sciences, Háskólinn í Lundi.
Aðrir samstarfsaðilar:
Landbúnaðarháskóli Íslands og Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá (PI: Bjarni D. Sigurdsson)
Swedish Univeristy of Agricultural Sciences (PI: prof. Mats Nilson)
Stokkhólmsháskóli (PI: prof. Patrick Crill)
University of Gothenburgh (PI: prof. Leif Klemedtsson)
University of Helsinki (PI: Timo Vesala)
University of Eastern Finland (PI: Pertti Martikainen)
Risø National Laboratory, Danish Technical University (PI: dr. Ebba Dellwik)
University of Copenhagen (PI: prof. Henrik Søgaard)
National Environmental Research Institute, University of Aarhus (PI: dr Camilla Geels)
Norwegian University of Life Sciences (PI prof Lars Bakken).