Til baka



Númer: 1570

Útiræktað grænmeti

Flokkur: Garðyrkja     Upphafsár: 2010

Tengiliður: Jónatan Hermannsson       Netfang: jonatan@lbhi.is   
 

Engar tilraunir hafa verið gerðar með útiræktað grænmeti um nokkurt skeið.  Ekki er alltaf tiltækt á markaði fræ af þeim yrkjum, sem bændur hafa reitt sig á og því nauðsynlegt að finna fleiri yrki, sem koma til greina við útiræktun hér á landi.  Einnig er brýnt að hafa upplýsingar um sprettuferil (snemmsprottið, seinsprottið) og geymsluþol yrkjanna.  Landbúnaðarháskóli Íslands mun vera með yrkjaprófanir á fjórum tegundum útiræktaðs grænmetis, hvítkáli, blómkáli, spergilkáli og gulrótum.  Prófanir verða bæði á tilraunastöð LbhÍ að Korpu og hjá grænmetisbændum á Flúðum.
 
Skýrslur með niðurstöðum má nálgast hér að neðan.
 

 
Samstarfsaðilar:
Matís ohf
Garðyrkjubændur á Flúðum
Samband garðyrkjubænda, sem hefur styrkt rannsóknirnar


Yrkjaprófun 2010