Til baka



Númer: 435

Kartöflur

Flokkur: Garðyrkja     Upphafsár: 2007

Tengiliður: Jónatan Hermannsson       Netfang: jonatan@lbhi.is   
 

Á undanförnum árum hefur kartaflan verið að lúta í lægri haldi fyrir innfluttum kolvetnagjöfum eins og pasta og hrísgrjónum. Uppi hefur verið sú mýta að kartöflur séu fitandi og hafa sjálfskipaðir næringarpostular ráðlagt fólki að forðast kartöflur, og fólk verði þvengmjótt á einu augabragði – þetta er bull. Kartaflan hefur lágt orkugildi og inniheldur góða próteinsamsetningu. Kartöflur hafa hátt hlutfall flókinna kolvetna og trefja. Einnig er kartaflan mikilvæg uppspretta C-vítamíns í fæðu okkar og öflugur járngjafi.
Bregðast þarf við minnkandi neyslu með kerfisbundnum hætti og þurfa hagsmunaaðilar að taka höndum saman til að bæta framsetningu og auka vinnslu til að koma til móts við kröfuharða neytendur.
Með frekari vinnslu er auðvelt að auka framboð á kartöfluréttum, sem taka skemmri tíma í eldun en ferskar kartöflur. Finna þarf yrki sem gefur góða uppskeru af jöfnum kartöflum við íslenskar ræktunaraðstæður, hefur hentuga lögun til vinnslu, gefur kartöflur með hátt þurrefnisinnihald, lága ensímvirkni og hefur lágt magn afoxandi sykra. En mikið magn afoxandi sykra gerir það að verkum að kartöflur brúnast mikið við háhitameðferð. Finnist afbrigði sem stenst allar þessar kröfur er ekkert því til fyrirstöðu að vinnsla á íslenskum kartöflum verði stóraukin og komið þannig til móts við neytendur og frekari stoðum rennt undir ræktunina hér á landi.
Lagt verður upp með 4 yrki, 2 yrki sem hafa lofað góðu í fyrri tilraunum, Belana og Annabelle og yrkin Premier og Gullauga til viðmiðunar, sem eru hvort á sínum enda þurrefnis- og lögunarkvarðans.
 
Skýrslur með niðurstöðum má nálgast hér að neðan.

 
Samstarfsaðilar:
Matís ohf
Sölufélag garðyrkjumanna
Félag kartöflubænda
Samband garðyrkjubænda, sem hefur styrkt rannsóknirnar


2007 Forsoðnar kartöflur – yrki og áburður
2008 Forsoðnar kartöflur II
2010 Vinnslukartöflur