Til baka



Númer: 1322

Ræktunartækni við berjaframleiðslu

Flokkur: Garðyrkja     Upphafsár: 2009

Tengiliður: Jón Kr. Arnarson       Netfang: jonkr@lbhi.is   
 

Á undanförnum árum hefur orðið veruleg aukning í hindberjaræktun fyrir ferskmarkað í Noregi og byggja nú fjölmargir bændur afkomu sína á þessari ræktun. Þessi framleiðsluaukning byggir fyrst og fremst á nýtingu hindberjayrkisins Glen Ample, sem er uppskerumikið og gefur stór, stinn og lostæt ber, og notkun plastskýla, sem sett eru yfir hindberjaakrana á sumrin. Norðmenn hafa áhuga á að reyna ræktunina við svalari sumur og þróa plastskýli sem þola mikinn vind, m.a. til að útbreiða þessa nýju ræktunaraðferð.  Í þessu skyni var stofnað til samnorræns verkefnis sem ber heitið Atlandberry.
Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á berjaframleiðslu á Íslandi, Grænlandi, í Færeyjum og N-Noregi. Sett er upp tilraunaverkefni með framleiðslueiningar á öllum svæðunum og gagna aflað um samspil veðurfars og berjauppskeru og endingu plastskýlanna. Þróuð verða styrkari skýli fyrir ræktunina, eftir því sem þörf verður. Jafnframt verður hérlendis þróaður framleiðsluklasi garðyrkjubænda sem geta sinnt heimamarkaði fyrir fersk ber. Líkur eru á að ræktunartæknin og reynslan sem aflast geti nýst í almennri útiræktun á matjurtum og uppeldi á garð- og skógarplöntum.

 
Samstarfsaðilar:
Njös næringsutvikling AS, Noregi
Búnaðarstovan, Færeyjum
Garðyrkjustöðin Upernaviasuk, Grænlandi Garðyrkjustöðin Engi
Gróðrarstöðin Kvistar
Garðyrkjustöðin Böðmóðsstöðum
Alvereng Gård, Noregi
Sognabær DA, Noregi
Graminor AS, Noregi
Sagaplant AS, Noregi
FMLA Sogn og Fjordane, Noregi
AL Gartnerhallen, Noregi.