Til baka



Númer: 1130

Hleðsla birkiplantna

Flokkur: Garðyrkja     Upphafsár: 2009

Tengiliður: Úlfur Óskarsson       Netfang: ulfur@lbhi.is   
 

Í verkefninu er prófað að hlaða birkiplöntur með efninu glycinebetaine til að auka lífslíkur þeirra við erfiðar aðstæður. Efnið glycinebetaine er svokallaður osmólíti sem margar mjög seltu- og þurrkþolnar plöntur mynda í frumum sínum sér til varnar. Efnið eykur jafnframt frostþol plantna. Erlendis hefur efnið lítillega verið reynt í rannsóknum til að auka þol nytjaplantna. Efnið var reynt hérlendis til að auka lifun birkiplantna á rofsvæðum fyrir nokkrum árum með góðum árangri. Núverandi verkefni gengur út á að athuga ávinning þess að hlaða birkiplöntur í uppeldi í gróðrarstöð með efninu. Metin er upptaka efnisins miðað við mismunandi vökvunarstyrk og áhrif þess á lífeðlisfræðilega virkni plantnanna í þurrki og áhrifin á þrif þeirra eftir útplöntun.

 
Skógrækt ríkisins