Til baka



Númer: 481, 1358

Vaxtarsvæði tegunda og yrkja í túnrækt

Flokkur: Fóðuröflun og fjölbreytt framleiðslukerfi     Upphafsár: 2008

Tengiliður: Guðni Þorvaldsson       Netfang: gudni@lbhi.is   
 

Kortlagning á vaxtarsvæðum helstu tegunda og yrkja í túnrækt
 
Meginmarkmiðið er að kortleggja mögulega vaxtarstaði helstu gras- og smárategunda og bestu yrkja af þessum tegundum með tilliti til jarðvegs og vetrarveðráttu. Sáð var í tilraunir hjá 20 bændum víðs vegar um landið vorið 2009. Tilraunirnar eru í túnum hjá bændum og munu tilraunirnar þar fá sömu meðferð og túnin að öðru leyti. Í þessum tilraunum er ekki gert ráð fyrir uppskerumælingum. Reitirnir verða metnir árlega og þar verður höfuðáhersla lögð á vetrarþol og endingu. Niðurstöður nýtast bændum við val á réttum yrkjum og tegundum fyrir þeirra svæði. Annar ávinningur þessa verkefnis er samstarf við ráðunauta og bændur. Ráðunautar munu koma að mati á grösunum með okkur hver á sínum stað og geta tilraunirnar því nýst sem sýnireitir fyrir bændur.
 
Í nánum tengslum við þessar tilraunir fór vorið 2009 einnig af stað verkefni, sem styrkt er af Nordisk Atlantsamarbejde (NORA). Þar var sáð í stærri tilraunir á tilraunastöðvum LbhÍ (3) og tilraunastöðvum á Grænlandi (2), í Færeyjum (1), Noregi (2) og Svíþjóð (1), alls 9 tilraunir.  Þar er reitastærð 10–12 fermetrar og endurtekningar 3. Í þessum tilraunum eru sömu yrki og í túnatilraununum hjá bændum, en þær verða uppskerumældar með hefðbundnum hætti.
Á tilraunastöðunum á Íslandi eru einnig prófuð ýmis fleiri yrki bæði af grasi og smára.

 
Búnaðarsambönd um allt Ísland
Konsulenttjenesten for Landbrug, Grænlandi
Búnaðarstóvan, Færeyjum
Bioforsk, Noregi
Lantmännen SW Seed, Svíþjóð.