Til baka



Númer: 1719

Efnagreingar á mykju

Flokkur: Hringrás næringarefna     Upphafsár: 2010

Tengiliður: Ríkharð Brynjólfsson       Netfang: rikhard@lbhi.is   
 

Mjög mikil óvissa er um hvert er efnamagn í mykju undan kúm og kindum.  Stopular greiningar sýna þó að breytileikinn er mjög mikill en að mestu óskýrður.  Verkefninu er ætlað að kasta frekara ljósi á þetta svo að bændur og ráðunautar geti betur metið efnamagn og þá um leið áburðargildi búfjáráburðarins.
Áburðaverð hefur hækkað mjög mikið og má ætla að heildarkaup bænda séu á bilinu 2–2,5 milljarður króna á ári.  Betri upplýsingar um búfjáráburð geta skipt verulegu máli um áburðarkaup einstakra bænda.
Safnað verður sýnum af mismunandi tegundum af mykju hjá bændum víðs vegar um landið.  Bæirnir eru valdir eftir ábendingu leiðbeiningamiðstöðva og leitast við að ná sem breiðustu safni og um leið upplýsingum um gripi, sem standa að baki mykjunni og öðrum upplýsingum sem kunna að skýra breytileika í efnainnihaldi.  Um sýnatöku og efnagreiningar verður farið eftir viðurkenndum aðferðum mykjugreininga.

 
Leiðbeingastöðvar um landið