Til baka



Númer: 478

Breytingar á ræktunareiginleikum jarðvegs

Flokkur: Hringrás næringarefna     Upphafsár: 2000

Tengiliður: Guðni Þorvaldsson       Netfang: gudni@lbhi.is   
 

Verð á tilbúnum áburði hefur hækkað mikið og áburður er einn stærsti útgjaldaliður á hverju búi. Þessi verðhækkun gerir það enn mikilvægara að vanda áburðaráætlanir, áburðardreifingu og nýtingu búfjáráburðar. Samfélagið gerir einnig auknar kröfur um góða nýtingu áburðar út frá umhverfissjónarmiðum. Góð þekking á næringarefnum í jarðvegi og samspili þeirra við umhverfið er þarna lykilatriði. Mikið er til af tilraunaniðurstöðum sem draga þarf saman og mikið er til af gögnum og sýnum sem ljúka þarf úrvinnslu á og eru mikilvæg viðbót við þekkingu okkar. Með því að ljúka þessum verkefnum og draga saman það sem þegar hefur verið gert má verulega bæta þekkingargrunn okkar á þessu sviði og er það markmið þessa verkefnis.
 
Þorsteinn Guðmundsson, LbhÍ